Kakó, kertaljós og jólabækur

Bókakaffið. Ljósmynd/Aðsend

Skemmtilegu jólabókakvöldin í Bókakaffinu byrja nú á fimmtudaginn kemur, þann 30. nóvember. Tilboð á bókum og notaleg jólastemmning við kertaljós og kakódrykkju. Húsið er opnað kl. 20 og upplestur stendur frá 20:30-21:30.

Þau sem mæta að kvöldi 30. nóvember eru: Harpa Rún Kristjánsdóttir með ljóðabókina Vandamál vina minna. Kristján Pálsson sem ritað hefur Sögu Hnífsdals. Gunnlaugur Ó. Johnson með bráðfyndna minningabók sína sem heitir Sannar sögur af einhverjum helvítis kalli í Mosfellsbæ. Páll Biering með Sjálfshjálparbók hjálparstarfsmannsins. Gísli Jökull Gíslason með prósabókina Hugleiðingar þar sem miðaldra íslenskur gagnkynhneigður karlmaður lítur yfir farinn veg. Sigurrós Þorgrímsdóttir sem kynnir sögu baráttukonunnar Katrínar Pálsdóttur.

Bóndinn Harpa Rún, Sigurrós fv. bæjarfulltrúi og alþingismaður og Gísli Jökull rannsóknarlögreglumaður eru meðal þeirra sem kynna bækur sínar nú á fimmtudagskvöldinu 30. nóvember.
Fyrri greinHrífandi tónleikar Kórs FSu
Næsta greinÁlag á útsvar Árborgarbúa og fasteignagjöld hækka