Kakó, kertaljós og jólabækur II

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. desember, mæta sex galvaskir rithöfundar í Bókakaffið á Selfossi og lesa upp fyrir gesti og gangandi.

Tilboð verður á bókum og notaleg jólastemmning við kertaljós og kakódrykkju. Húsið er opnað kl. 20 og upplestur stendur frá 20:30 til 21:30.

Þau sem koma að þessu sinni eru Ágúst Borgþór Sverrisson með sakamálasöguna Vektu ekki barnið, ljóðskáldið Gunnhildur Þórðardóttir með bók sína Dóttir drápunnar, Gunnar J. Straumland ljóðskáld með Kurteisissonnettuna og önnur kvæði, Lárus Jón Guðmundsson með skáldsögu sína Höfuðlausn, Heiðrún Ólafsdóttir þýðandi sem les úr Blómadalnum sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 og Benedikt Hjartarson sem les úr einstakri fræðibók sinni um bókasafn esperantista á Íslandi, Huldukerfi heimsbókmenntanna.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinTímamót í sögu Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands
Næsta greinPrjónakvöld á Miðbar