Kaffiboðið sló í gegn

Afar vel heppnað kaffiboð í anda Guðrúnar frá Lundi var haldið í Bókasafninu á Selfossi á laugardaginn, á menningarhátíðinni Vor í Árborg.

Konur fjölmenntu og þónokkrar í íslenska búningnum, karlar voru einnig duglegir að mæta.

Dagurinn var mjög skemmtilegur, með fjölbreyttum og skemmtilegum erindum. Tveir félagar úr Harmonikkufélagi Suðurlands spiluðu á milli atriða og bjuggu til notalega stemmningu.

Fyrri greinList án landamæra hjá VISS
Næsta greinStórri kerru stolið á Selfossi