Kaffi og kleinur í Heiðarblóma

Í tilefni Bryggjuhátíðar á Stokkseyri, verður boðið uppá kaffi og kleinur í Gróðrarstöðinni Heiðarblóma í dag milli kl 14 og 17.

Heimamenn eru hjartanlega velkomnir svo og gestir Bryggjuhátíðar. Gefst fólki þá kostur á að skoða þær plöntur sem þífast við ströndina, og við erfið vaxtarskilyrði.

Á sama tíma stendur yfir kryddjurtamarkaður í gróðrarstöðinni og á boðstólum verður íslensk framleiðsla, smyrsl og sápur unnar úr jurtum.

Gróðrarstöðin Heiðarblómi á Stokkseyri er eina gróðrarstöðin í sveitarfélaginu Árborg, og hefur verið starfrækt í hátt á annan áratug.

Fyrri greinVistvæn tækni kynnt á Sólheimum
Næsta greinBaksviðspersónur eða örlagavaldar