Justin Bieber danskennsla í Selfosskirkju

Þriðjudaginn 6. desember kl. 19:30 mun Æskulýðsfélag Selfosskirkju fá heimsókn frá Kramhúsinu. Danskennarinn Birgitta mun koma og kenna Justin Bieber dansa.

Krakkarnir í TTT 10 -12 ára starfinu munu einnig fá Justin Bieber danskennslu miðvikudaginn 7. desember kl. 15 – 16. Danskennslan verður ókeypis.

Frábært tækifæri fyrir börn og unglinga á Selfossi að læra þessa vinsælu dansa stjörnunnar.