Jussanam með tónleika í Þorlákshöfn

Brasilíska jasssöngkonan Jussanam da Silva og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, verða með tónleika í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í kvöld kl. 21.

Boðið verður upp á sannkallaða tónlistarveislu þar sem flutt verða þekkt bossanova lög, eigin tónsmíð og fjölmargar þekktar tónlistarperlur.

Ár er liðið frá því að Jussanam fékk íslenskan ríkisborgararétt en flestir muna eflaust eftir baráttu hennar fyrir að fá að dveljast hér og starfa.

Miðaverð er 1.500 krónur.