Jónas og Ritvélarnar á Stokkseyri

Tengdasonur Stokkseyrar, Jónas Sigurðsson, mætir með Ritvélar framtíðarinnar til tónleikahalds á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri í kvöld.

Þar munu þessir mögnuðu listamenn flytja lög af breiðskífum Jónasar, Malbikinu og Allt er eitthvað.

Tónleikarnir hefjast kl. 21 en Fjöruborðið býður tilboð á humarveislu og tónleikamiða fyrir þá sem það kjósa.