Jónas á Kraumlistanum

Hljómplata Jónasar Sigurðssonar, Allt er eitthvað, er ein af sex plötum sem Kraumur tónlistarsjóður valdi á lista sinn í ár.

Kraumlistinn var opinberaður í dag en áður höfðu tuttugu plötur verið tilnefndar.

Kraumur mun styðja við verðlaunahafana með því að kaupa 100 eintök af plötunum þeirra og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistargeirans erlendis, m.a. til kynningar á þekktum tónlistarhátíðum víða um heim í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Kraumslistinn 2010:
Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
Daníel Bjarnason – Processions
Ég – Lúxus upplifun
Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
Nolo – No-Lo-Fi
Ólöf Arnalds – Innundir skinni

Fyrri greinRöð út úr dyrum í skötuna
Næsta greinLeyfa útsýnispall sem má ekki sjást