Jólavaka Karlakórs Selfoss

Í kvöld, föstudagskvöldið 17. desember kl. 20:00, heldur Karlakór Selfoss jólavöku í Selfosskirkju.

Boðið verður upp á fallegan söng þar sem kórinn kemur fram, ásamt Helgu Kolbeinsdóttur, söngkonu frá Tröð í Gnúpverjahreppi, sem mun syngja með kórnum, auk þess að syngja einsöng.

Þá mun Jörg Sonderman, undirleikari kórsins spila á orgel.

Jólahugvekju kvöldsins flytur Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla og prestur í Skálholti.

Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur. Miðaverð er 1.000 kr, allir velkomnir.

Fyrri greinSýknaður af rotþróarstuldi
Næsta greinEkkert ferðaveður á landinu