Jólatónleikar í Stórólfshvolskirkju

Flutt verður fjölbreytt og skemmtileg jólatónlist frá ýmsum tímum í Stórólfshvolskirkju kl. 20 í kvöld.

Fram koma kennarar Tónlistarskóla Rangæinga þau Aalo Jaerving rafmagnsbassa, Grétar Geirsson harmoníku. Guðjón Halldór Óskarsson orgel, píanó, Guri Hilstad Ólason trompet, Hédi Maróti píanó, Jens Sigurðsson gítar, László Czenek horn, Maríanna Másdóttir söngur, þverflauta, Stefán I. Þórhallsson trommur, Ulle Hahndorf sello og Þórunn Elfa Stefánsdóttir söngur, þríhorn, jólabjöllur.

Aðgangseyrir er kr. 1500 . Frítt fyrir 16 ára og yngri. Allur ágóði af tónleikunum rennur í hljóðfærasjóð fyrir nýja kirkjubyggingu Stórólfshvolssóknar.

Kaffi og piparkökur í safnaðarheimili að tónleikum loknum. Allir hjartanlega velkomnir.