Jólatónleikar í sal FSu

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur sína árlegu jólatónleika í kvöld kl. 20 í sal FSu.

Kórinn mun flytja fjöldann allan af jólalögum héðan og þaðan úr heiminum til þess að breiða út jólaboðskapinn.

Til að hjálpa til með flutninginn hefur kórinn fengið djassöngkonuna Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur til að syngja með sér. Auk þess kemur faðir hennar Ólafur Þórarinsson “Labbi” sem sérstakur gestur og syngur nokkur lög.

Um undirleik sér hljómsveit skipuð þeim Guðmundi Stefánssyni, trommuleikara, Róberti Dan Bergmundssyni, bassaleikara, Stefáni Þorleifssyni, hljómborðsleikara og Trausta Erni Einarssyni, gítarleikara.

Miðaverð er 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. í dyrum. Forsölumiða er hægt að nálgast hjá kórfélögum og á skrifstofu Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Ekki láta þetta framhjá þér fara! Komdu og fáðu jólaskapið beint í æð!