Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar

Árlegir jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi fara fram föstudagkvöldið 18. desember 20:00. Í fyrra var fullt út úr dyrum og meiriháttar stemmning.

Í ár koma eftirfarandi söngvarar fram: Siggi kapteinn og Rannvá Olsen, Systurnar Elísabet og Íris Dudziak, Ágústa Ósk Óskarsdóttir, Maríanna Másdóttir, Edgar Smári Atlason og Íris Lind Verudóttir.

Athugið að í viðburðardagatali Árborgar kemur fram að tónleikarnir séu þann 17. desember – en rétt dagsetning er sem fyrr segir þann 18. desember.

Kynnar í ár verða hið bráðskemmtilega tvíeyki „Magga og Tóta.“

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.