Jólatónleikar Barnakórs Hvolsskóla

Árlegir jólatónleikar Barnakórs Hvolsskóla verða í Stóra-Dalskirkju í kvöld kl. 20.

Þar mun kórinn flytja jólalög í bland við efni sem þau hafa verið að æfa í vetur. Ásamt kórnum syngja söngkonurnar Gyða Björgvinsdóttir og Kristín Anna Jensdóttir einsöng.

Undirleikarar eru Guri Hilstad Ólason og Jens Sigurðsson ásamt Ingibjörgu Erlingsdóttur sem jafnframt er stjórnandi kórsins.

Fyrri greinStrokufanginn enn á flótta
Næsta grein„Jólin alls staðar“ í Selfosskirkju