Jólasýning undir stiganum

Í dag kl. 18 verður opnuð ný sýning í sýningarrými bókasafnsins í Þorlákshöfn, Gallerí undir stiganum. Þar sýnir handavinnukonan Rut Sigurðardóttir ýmiskonar jólaskraut.

Rut er Þorlákshafnarbúi og annáluð handavinnukona. Hún hefur undanfarin ár svotil einungis skreytt jólatréð í stofunni hjá sér með skrauti sem hún hefur sjálf útbúið. Hún hefur saumað ýmislegt út, perlað, heklað og prjónað. Það eina sem vantar upp á er stjarnan á toppinn.

Auk skreytinga á jólatréð hefur hún saumað fallega klukkustrengi, jólamyndir og margt fleira sem hún mun sýna gestum bókasafnsins.

Allir eru velkomnir á opnunina þar sem boðið verður upp á kaffi og konfekt. Sýningin mun standa yfir til föstudagsins 20. desember.

Fyrri greinTöltfræðsla á Flúðum í kvöld
Næsta greinEngar gjaldskrárhækkanir í leik- og grunnskólum Árborgar