Jólasýning og rithöfundar í Húsinu

Jólasýning í Húsinu á Eyrarbakka opnar í dag kl. 13 og kl. 16 leggja rithöfundar undir sig stássstofuna og færa gesti inn í skáldsagnaheim.

Eyrún Ingadóttir les úr bók sinni Ljósmóðirin sem fjallar um ævi hinnar stórmerku Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka, Einar Kárason færir okkur á sinn einstaka hátt inn í heima fornu hetjanna með bók sinni Skáld og eftir kaffi kemur Bjarni Harðarson með upplestur úr sögulegri skáldsögu sinni Mensalder og Gerður Kristný endar skáldastundina með ljóðum sínum úr bókinni Strandir.

Sem fyrr segir opnar sýningin kl. 13 og skáldastund hefst kl. 16, allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Fyrri greinÞak á farsímanotkun bæjarstarfsmanna
Næsta greinJólagluggi og barnadagskrá