Jólastund með Karitas Hörpu Kolbrúnu Lilju

Söngkonurnar Karitas Harpa og Kolbrún Lilja munu fara um allt Suðurland á aðventunni og halda notalega tónleika fyrir alla fjölskylduna.

Þær eru báðar mikil jólabörn og vilja að allir hafi tök á að upplifa jólastemningu, því verður aðgangseyrir algerlega undir hverjum og einum kominn.

Á efnisskránni eru jólalög úr öllum áttum sem vekja sannarlega hinn rétta jólaanda í brjóstum gesta.

Áætlað er að tónleikarnir standi í rúmlega klukkustund. Þarna getur öll fjölskyldan komið saman og átt notalega stund.

Dag- & tímasetningar má finna hér að neðan og einnig er viðburður á Facebook

7. desember – Hrunakirkja – 20:30

8. desember – Skyrgerðin Hveragerði – 20:30

10. desember – Þorlákshafnarkirkja – 16:00

10. desember – Sólon Reykjavík – 20:00

13. desember – Eyrarbakkakirkja – 20:30

14. desember – Villingaholtskirkja – 20:30

15. desember – Skálholtskirkja – 20:30

16. desember – Selfosskirkja – 20:30

17. desember – Víkurkirkja – 20:30

18. desember – Sórólfshvolskirkja Hvolsvelli – 20:30

19. desember – Safnaðarheimilið Hellu – 20:30

21. desember – Kirkjubæjarklaustur kapella – 20:30