Jólastund í Skálholti

Skálholtsdómkirkja. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Í kvöld kl. 20:00 munu Skálholtskórinn og Karlakór Selfoss efna til jólastundar í Skálholtsdómkirkju.

Á efnisskránni verða vel valin jólalög sem ættu að koma tónleikagestum í rétta andann á síðustu dögum aðventunnar. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi dásamlega jólatónlist og hver veit nema þeir taki eitthvað sameiginlegt lag á tónleikunum.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur hugvekju.

Stjórnandi og organisti er Jón Bjarnason.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur og mun hann renna óskiptur í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju en núna eru allir gluggar Gerðar Helgadóttur komnir endurgerðir í kirkjuna og altarismynd Nínu Tryggvadóttur lagfærð og gljáfægð.

Fyrri greinÞórsarar eltu allan leikinn
Næsta greinUppfært: Vegagerðin býst við lokun vega