Jólastund í Selfosskirkju

Í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00, bjóða Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn, Selfossbúum og Sunnlendingum á ókeypis tónleika í Selfosskirkju.

Kórarnir munu flytja vandaða og fallega jólatónlist í hlýlegu umhverfi kirkjunnar við kertalýsingu.

Tónleikarnir hefjast með söng Skálholtskórsins, undir stjórn Jóns Bjarnasonar, og svo mun sr. Axel Árnason flytja hugvekju.

Þá mun Karlakórinn, undir stjórn Lofts Erlingssonar og við undirleik Jóns Bjarnasonar, flytja sína dagskrá og endar á laginu fallega „Ó, helga nótt.“

Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Selfosskirkju og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund í amstri jólaundirbúningsins.

Fyrri greinAðalfundur framundan
Næsta greinGóð þátttaka á taekwondomóti