Jólamarkaður í Aratungu

Jólamarkaður Kvenfélags Biskupstungna verður haldinn í Aratungu laugardaginn 22. nóvember og stendur frá kl 13:00 til 17:00.

Að venju verður fjölbreytt vöruúrval. Kvenfélagið verður með kökubasar, tombólu og kaffisalan verður á sínum stað.

Þeir sem hafa áhuga á að selja á markaðnum vinsamlegast hafið samband við Svövu í síma 892 1106 eða með pósti á netfangið svavathe@simnet.is, sem fyrst.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll, kvenfélagskonurnar.