Jólaljósin kveikt í Árborg

Glæsilegur jólagluggi í bókasafninu á Selfossi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Árborg

Kveikt verður á jólaljósum sveitarfélagsins Árborgar næstkomandi fimmtudag, þann 17. nóvember kl. 18:00.

Hátíðardagskrá hefst á Brúartorginu í miðbæ Selfoss kl. 17:00 þar sem fram koma Þórir Geir og Alexander Freyr, ásamt því sem barna- og unglingakór Selfosskirkju stígur á stokk og syngur jólalög.

Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, heldur stutta tölu áður en talið verður niður í jólaljósin.

Einstaklingar og fyrirtæki í sveitarfélaginu eru hvött til að kveikja jólaljósin á fimmtudaginn til að lýsa upp skammdegið við upphaf Jóla í Árborg 2022.

Fyrri grein„Stórhættuleg kvikindi“
Næsta greinLeitað að manni sem áreitti stúlkubarn