Jólahjólið minnisstæðast

Jón Bjarnason við orgelið í Skálholti. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jón Bjarnason á Laugarvatni svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is.

Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Ég er rosalegur skröggur frá október fram að 1. sunnudegi í aðventu. Þá breytist ég í algjöran jólaálf!

Uppáhalds jólasveinn? Það er erfitt að velja einn en sannir íslenskir jólasveinar finnst mér skemmtilegir og Kertasníkir er kannski með þeim huggulegri.

Uppáhalds jólalag? Úff… Jólaóratóría Bachs er lang flottust ef lag skyldi kalla. 

Uppáhalds jólamynd? National Lampoon’s Christmas Vacation… Griswold engin spurning. Árlegt skylduáhorf.

Uppáhalds jólaminning? Mér dettur ekkert í hug sem er svona skemmtilegt í blaðaviðtali. En það var ansi kósý þegar rafmagnið fór af í óveðri fyrir norðan og var úti í viku. Þá var nú ekki stressið…

Uppáhalds jólaskraut? Kerti.

Minnistæðasta jólagjöfin? Sennilega jólahjólið. Ég fékk reiðhjól í jólagjöf þegar ég var sirka 12 til 13 ára. Tíu gíra fjallahjól og hjólaði ég nokkra hringi í stofunni…  

Hvað finnst þér ómissandi að gera fyrir hver jól? Hjá mér er aðalatriðið að njóta þessa magnaðasta tíma ársins. Þá skreytir maður eitthvað smá, fer á tónleika, heldur tónleika og aðventusamkomur og ólíkt mörgum er ég að vinna á helstu hátíðardögunum sem mér finnst dásamlegt. 

Hvað er í jólamatinn? Léttreyktur lambahryggur með tilheyrandi meðlæti og svo að sjálfsögðu heimalagaður jólaís. Þetta er jú hátíð áts og friðar.

Ef þú ættir eina jólaósk? Þá myndi ég óska þess að allir gætu átt gleðilega jólahátíð. 

 

Fyrri greinÓmissandi að syngja í Dómkirkjunni
Næsta greinSyngjandi jólatréð frá Heimi frænda ekki í uppáhaldi