Jólagluggi og barnadagskrá

Í dag kl. 15 verður opnaður jólagluggi í Sunnlenska bókakaffinu. Í framhaldi af því verður sérstök barnadagskrá á bókakaffinu.

Þar koma m.a. höfundarnir Guðmundur S. Brynjólfsson sem kynnir Kattasamsærið og Þorbjörg Lilja Jónsdóttir höfundur bókarinnar Lambið hennar Móru.

Auk þess sem Elín Gunnlaugsdóttir kynnir barnadiskinn Englajól.

Fyrri greinJólasýning og rithöfundar í Húsinu
Næsta greinFjórtán brot á fáeinum mánuðum