Jólagluggi og barnadagskrá

Í dag kl. 15 verður opnaður jólagluggi í Sunnlenska bókakaffinu. Í framhaldi af því verður sérstök barnadagskrá á bókakaffinu.

Þar koma m.a. höfundarnir Guðmundur S. Brynjólfsson sem kynnir Kattasamsærið og Þorbjörg Lilja Jónsdóttir höfundur bókarinnar Lambið hennar Móru.

Auk þess sem Elín Gunnlaugsdóttir kynnir barnadiskinn Englajól.