Jólagleði í EM heimagallerí

Ljósmynd/Aðsend

Hjónin og listafólkið Eggert Kristinsson og María Ólafsdóttir bjóða í Jólagleði föstudaginn 1. desember á milli kl. 16-19 í heimagalleríinu sínu að Laxalæk 36 á Selfossi.

Þar verður boðið upp á jólaglögg og hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson leikur jólalög á hammond. Í galleríinu er mikið úrval af málverkum, leirlist og skartgripum sem eru tilvaldar í jólapakkann hjá þeim sem standa manni næst.

Á aðventunni verða þau Eggert og María með reglulegar opnanir og má finna allar upplýsingar um þær á facebook síðunni EM heimagallerí.

Fyrri greinUndrast yfirlýsingar um virkjanaáform án samráðs við Hvergerðinga
Næsta greinEmilía Hugrún og Tómas Jónsson flytja jólalög