Jólabókaupplestur í Bókakaffinu

Einvalalið mætir í Bókakaffið á Selfossi fimmtudagskvöldið 1. desember og les þar úr nýjum bókum. Húsið verður opnað kl. 8 og upplestur stendur frá 8:30 til 9:30. Einstök jólastemning með kakói og piparkökum.

Þeir sem lesa upp þetta fyrsta upplestrarkvöld eru: Elísabet Jökulsdóttir sem segir frá eigin bók Saknaðarilmi og nýútkominni ljóðabók Skáld-Rósu. Ögmundur Jónasson með bókina Rauða þráðinn. Kristinn R. Ólafsson með tvímála smásagnabók sína, Þær líta aldrei undan. Óskar Magnússon sem segir frá bókum sínum Jagúar skáldsins og Leyniviðauka 4. Jón Hjartarson með ljóðabók sína Lifað með landi og sjó. Ásdís Ingólfsdóttir sem kynnir þýðingu sína á bók Jonas Hassen Khemiri, Ég hringi í bræður mína.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kristinn R. Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinGvendarkjör fá styrk frá innviðaráðuneytinu
Næsta greinHvergerðingar gagnrýndir fyrir skeytasendingar í fjölmiðlum