Jólabingó á Bakkanum í kvöld

Árlegt jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið í kvöld kl. 20:00 í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Bingóið hefur lengi verið ein helsta fjáröflun kvenfélagsins og afar vel sótt enda um hina bestu skemmtun að ræða. Spjaldið kostar 500 krónur.

Mörg fyrirtæki hafa að venju stutt félagið með góðum gjöfum. Ágóðanum verður varið til stuðnings við stofnanir og einstaklinga í sveitarfélaginu. Kvenfélagskonur vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og skemmti sér og sínum á hollan máta þetta miðvikudagskvöld.

Afraksturinn fer á góða staði. Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinDímon vann stigakeppnina
Næsta greinSelfoss fékk Gróttu í bikarnum