Jólabílabíó á sunnudaginn

Bílabíó á Selfossi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg býður íbúum sveitarfélagins í bílabíó síðasta sunnudag í aðventu, þann 20. desember.

Bíósýningarnar eru í samvinnu við Bíóhúsið Selfossi og verða á planinu við íþróttahúsið Iðu.

Í boði verða fjórar perlur sem sannarlega eiga eftir að koma öllum í jólagírinn! Kl. 13:40 verður Polar Express sýnd, kl. 16:00 er það Home Alone, kl. 18:20 er röðin komin að Stellu í orlofi og síðasta myndin kl. 20:40 er jólamyndin Die Hard.