Jola sýnir á Sólheimum

Sýningin "List-Saumur" opnaði í Ingustofu á Sólheimum í síðustu viku. Fjöldi listunnenda kom á opnun sýningarinnar og stolt listakonan, Jolanta María Zawadzka tók lengi við hamingjuóskum.

Jolanta, eða Jola eins og hún er kölluð, er fædd 12. febrúar 1949 í Szczeciní Póllandi.

Hún er mikil ævintýramanneskja og hefur komið víða við á lífsleiðinni. Í æsku stundaði hún ballett og um tíma stefndi í að hún gengi í klaustur. Hún flutti til Íslands 1969 og hér hefur hún gengt ýmsum störfum meðal annars sem bóndi, barnfóstra og kokkur á fraktskipi.

Jola flutti á Sólheima sumarið 2001. Hún er afar litríkur og lifandi persónuleiki sem lætur sig annt um náungann, sem endurspeglast greinilega í verkum hennar. Hún fer sínar eigin leiðir við listsköpun sína og hikar ekki við að beita óhefðbundnum aðferðum. Verkin eru afrakstur mikillar handavinnu þar sem útsaumur, form og litir birtast í anda einstakrar konu.

Sýning Jolu stendur til 15. maí og er sölusýning, tekið er við pöntunum í Versluninni Völu.