Jökull Logi ljómar í nýju lagi

Tónlistarmaðurinn Jökull Logi gaf á dögunum út nýtt lag á Spotify og nefnist það Glitter.

Jökull Logi er búsettur í Reykjavík núna eftir nám í hljóðtækni Berlín. Í fyrra gaf hann út EP-plötuna In wedding sem var vel tekið og má finna á Spotify.

Nýja lagið, Glitter, var mixað og masterað af hollenska upptökustjóranum Gimlip og hönnun umslagsins utan um þessa rafrænu smáskífu var í höndum ljósmyndarans Kötu Jóhanness.

Jökull Logi vinnur nú að nýjum lögum með tónlistarkonunni Mileena en þess má að lokum geta að hann kemur fram á Dillon í kvöld ásamt félaga sínum Daða Frey. Þeir félagar hafa lengi unnið saman í tónlistinni, sem dúettinn Lesula og sem MC Daði og MC Jökull. Miðasala á viðburðinn er í fullum gangi á tix.is.

Fyrri greinGul viðvörun: Stormur og snjókoma syðst
Næsta greinEr Suðurland uppselt?