Jakob Veigar sýnir á Stokkseyri

Jakob Veigar Sigurðsson.

Jakob Veigar Sigurðsson opnar myndlistasýninguna Snortinn í Stokk Art Gallery á Stokkseyri í dag, föstudaginn 4. október kl. 17:00.

Sýningin verður opin þriðjudaga til sunnudaga frá 14:00-17:00 og stendur til 22. október.

Snortinn er málverkainnsetning sem notast við fiðrildi sem tákn umbreytinga… …Þúsundir tegunda eru í útrýmingarhættu og stöðugt fleiri bætast á þann lista bæði vegna mengunar og loftslagsbreytinga af mannavöldum. Náttúran mun alltaf finna leið en kannski ekki á þann veg eða á þeim tíma sem við óskum okkur.

Jakob Veigar er fæddur og uppalinn í Hveragerði. Hann lauk BA frá Myndlistadeild LHI og Magister í Myndlist frá Lista akademíunni í Vínarborg fyrr á þessu ári.

Snortinn er fyrsta einkasýning Jakobs eftir að hann lauk magistergráðu.

Fyrri greinTap á útivelli í fyrsta leik
Næsta greinNý póstnúmer í Árnessýslu