Íslensk þjóðlög og sálmar í Strandarkirkju

Tónlistarhátíðin Englar og menn stendur nú sem hæst í Strandarkirkju í Selvogi. Á næstu tónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 17. júlí nk. kl 14 kemur fram sópransöngkonan Margrét Hrafnsdóttir ásamt Stefáni Ómari Jakobssyni sem leikur á básúnu og Mikael Mána Ásmundssyni sem leikur á gítar og harmónikku.

Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sálmar, lög eftir m.a. Ingibjörgu Azima og Jón Múla Árnason ásamt verkum eftir Kurt Weill og Ray Henderson.

Aðgangseyrir er kr. 3.500. Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Tónlistarsjóði.

Fyrri greinAtli Þór afgreiddi KFR – Uppsveitir og Árborg í góðum málum
Næsta grein„Rosalega stórt framfaraskref“