Ísland sungið á Hvolsvelli og í Vík

Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni. Hann stefnir að því að ná 30.000 manns til að syngja viðlagið við lagið Ísland sem hann hefur verið að vinna fyrir Fjallabræður.

Halldór hefur flakkað undanfarið um Vestfirðina og nú þegar hafa um 700 manns sungið fyrir hann.

Nú er hins vegar komið að hringferð Halldórs um landið og ætlar hann að byrja á því að taka upp raddir söngelskra Rangæinga.

Í dag, sunnudag, verður upptaka kl. 15 í Hvolnum á Hvolsvelli. Kl. 20 verður upptaka í tónlistarskólanum í Vík og á morgun, mánudag verður upptaka í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri kl. 11 fyrir hádegi.

Upptakan sjálf tekur ekki langan tíma. Halldór rennur yfir lagið fyrir upptöku, þannig að allir geta lært það.

Nánar á thjodlag.is

Fyrri greinHestafjör á Selfossi
Næsta greinHver brenndi konu í Grænsdal