Íris Arna sigraði í Söngkeppni NFSu

Íris Arna var himinlifandi þegar úrslitin höfðu verið tilkynnt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íris Arna Elvarsdóttir frá Selfossi sigraði í söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fram fór í íþróttahúsinu Iðu í kvöld.

Íris Arna söng Sam Smith lagið No Peace. Í öðru sæti varð Aron Birkir Guðmundsson frá Hellu með lagið You Are the Reason og í þriðja sæti varð Helga Sonja Matthíasdóttir frá Reykjavík með lagið Make You Feel My Love.

Sérstök verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta atriðið en það voru þær Lilja Rós Júlíusdóttir og Þrúður Sóley Guðnadóttir frá Þorlákshöfn sem hrepptu þau verðlaun fyrir flutninginn á frumsömdu lagi sem nefnist Another Day.

Alls tóku tíu atriði þátt í keppninni og er óhætt að segja að umgjörð keppninnar hafi sjaldan verið glæsilegri en söngkeppnin er langstærsti viðburður á vegum nemendafélagsins á hverri haustönn. Það var sannkölluð sveitasæla í Iðu í kvöld með „kántríþema“ og var íþróttahúsið skreytt hátt og lágt í samræmi við það.

Íris Arna Elvarsdóttir, sigurvegari Söngkeppni NFSu 2019. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinÞórsarar töpuðu naumlega í Vesturbænum
Næsta greinStrætóferðir falla aftur niður á Suðausturlandi