Ingunn sýnir í Eden

Ingunn Jensdóttir hefur nú opnað sýningu á vatnslita og akrílmyndum í Eden í Hveragerði.

Ingunn hefur í mörg ár sýnt myndir um páskana í Eden og má með sanni kalla hana eina af vorboðunum.

Hún hefur starfað sem leikstjóri í mörg ár en alltaf málað meðfram því starfi. Hún hefur haldið fjölda sýninga víða um land en hún er sérstaklegaþekkt fyrir sínar fallegu blómamyndir og myndir úr íslenskri náttúru.

Sýningin stendur til 16.maí 2011.

Fyrri greinPorshe-eigandinn skilaði blómunum
Næsta greinRangæingar vilja landsfund