Ingibjörg syngur í Sólheimakirkju

Á morgun, laugardag, verður bongóblíða á Sólheimum og góð stemmning á svæðinu. Væri ekki vitlaust að kippa með sér teppi og hafa pikknik og njóta veðurblíðunnar.

Í Sólheimakirkju mætir söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir og flytur sönglög úr ýmsum áttum. Tónleikarnir hefjast kl 14:00.

Sýningarnar eru opnar kl 12:00-18:00 í Ingustofu og Íþróttaleikhúsinu rétt eins og kaffihúsið, verslunin og plöntusalan.

Aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinEitt mark dugði Gróttu
Næsta greinFlestir fá eitthvað fyrir sinn músíksnúð