„Í nafni þínu“ í Strandarkirkju

„Í nafni þínu“ er yfirskrift næstu tónleika á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju næstkomandi sunnudag, 4. ágúst kl. 14.

Fram koma Valgerður Guðnadóttir, Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari og Guðþjón Þorláksson kontrabassaleikari.

Á efnisskránni eru íslensk og evrópsk þjóðlög ásamt tónlist eftir Magnús Eiríksson, Hilmar Oddsson, Helgu Laufeyju Finnbogadóttur, Rodgers og Hammerstein, Cole Porter, Kurt Weill og fleiri.

Miðaverð er kr. 2.900 og miðar eru aðeins seldir við innganginn. Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar á www.englarogmenn.is

Fyrri greinÞingvallahringurinn lokaður að næturlagi
Næsta greinAllir til fyrirmyndar við setningu Unglingalandsmóts