Hvítur hestur, önnur vera og öreigar

Listasafn Árnesinga og þrír myndlistarmenn úr uppsveitunum eru viðfangsefni viðburðar aprílmánaðar hjá Uppliti – Menningarklasa uppsveita Árnessýslu, sem haldinn verður á Kaffi Grund á Flúðum í kvöld.

Þá fjallar Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga, í máli og myndum um þrjá listamenn hvern af sinni kynslóðinni sem allir eiga rætur í uppsveitum Árnessýslu, auk þess sem hún kynnir safnið og starfsemi þess. Hvernig titillinn „Hvítur hestur, önnur vera og öreigar“ tengist efninu kemur í ljós þá um kvöldið.

Tengja má að minnsta kosti þrjá mikilsvirta myndlistarmenn við uppsveitir Árnessýslu, en það eru þau Einar Jónsson frá Galtafelli í Hrunamannahreppi (1874 –1954), Jóhann Briem frá Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi (1907-1991) og Brynhildur Þorgeirsdóttir frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi (fædd 1955).

Dagskráin hefst kl. 20:30.

Fyrri greinStefnir í listakosningar í Skaftárhreppi
Næsta greinFylgst með neysluvatnsgæðum