Hvergerðingar syngja inn sumarið

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Hvergerðingar munu syngja inn sumarið á miðvikudagskvöld, síðasta vetrardag, með stofutónleikum í beinni útsendingu á YouTube og Facebook.

Tónleikarnir fara fram á Hver Restaurant á Hótel Örk og hefjast kl. 20:00. Þeir eru að sjálfsögðu lokaðir almenningi vegna samkomubanns en fólk getur notið heima í stofu.

Fimmtán frábærir söngvarar kveðja vetur og heilsa sumri, með húshljómsveitinni en hana skipa Heimir Eyvindarson, Sigurgeir Skafti Flosason, Dagný Halla Björnsdóttir og Skúli Gíslason.

Fyrri greinKveikt í gaskútum á fjórum stöðum á Selfossi í nótt
Næsta greinBjarki Már markakóngur í Þýskalandi