Hvergerðingar syngja inn jólin

Skyrgerðin í Hveragerði. Ekki mjög jólaleg. Myndin tengist efni fréttarinnar.

Föstudaginn 21. desember syngja Hvergerðingar inn jólin í Skyrgerðinni. Þetta er fimmta árið í röð sem Hvergerðingar hjálpast að við að syngja inn jólin.

Þema kvöldsins er að venju huggulegheit, með kertaljósum, jólaglögg, notalegri stemningu og frábærum félagsskap.

Rjóminn af því fjölmarga söngfólki sem búsett er í Hveragerði kemur fram og syngur sín uppáhalds jólalög við undirleik félaga úr hljómsveitinni Á móti sól.

Kynnir er Bergsveinn Theodórsson.