Hver var þessi Kolgrímur?

Hver var þessi Kolgrímur? er yfirskrift fræðslugöngu sem farin verður í dag, sunnudag, frá Úthlíð að Kolgrímshól sem liggur inni í miðju Úthlíðarhrauni.

Hólnum eru tengdar sagnir um kolagerð fyrr á öldum.

Gangan er skipulögð af Ferðaþjónustunni í Úthlíð og Menningarmiðlun ehf. í samstarfi við Upplit. Gönguferðin hefst kl. 13 við Réttina í Úthlíð og verður gengið sem leið liggur inn Skarðaveg og að Kolgrímshól sem er um 3 km. Ráðgert er að gangan taki 30-40 mínútur hvora leið. Þeir sem heldur vilja aka leggja af stað frá Réttinni kl. 13.20 og verða þeir þá komnir að Kolgrímshól á sama tíma og göngufólkið.

Aðstæður við Kolgrímshól verða skoðaðar og farið aftur til gamalla tíma þegar Íslendingar stunduðu skógarhögg og kolagerð.

Að göngu lokinni, um kl. 15, hefst svo kaffihlaðborð í Réttinni, sm kostar 1.500 kr., og þá mun Skúli Sæland sagnfræðingur flytja erindi um Kolgrím og kolagerð í uppsveitum og út með hlíðum.

Nánari upplýsingar á www.uthlid.is og http://menningarmidlun.wordpress.com.

Fyrri grein„Það verður ekkert gefins hérna“
Næsta greinByggingarnefndin ekki ábyrg fyrir fjármálahliðinni