Hr. Eydís og Erna Hrönn hafa gefið út á YouTube-rásinni sinni nýja ábreiðu af klassísku lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero. Lagið var samið sérstaklega fyrir kvikmyndina Footloose árið 1984 og hefur lifað góðu lífi sem risa „power anthem“ þessa stórkostlega áratugar.
Lagið er eftir Jim Steinman og Dean Pitchford en Steinman hafði aðeins ári áður samið Total Eclipse of the Heart, lagið sem gerði Bonnie Tyler að súperstjörnu.
„Ég man vel þegar Footloose var sýnd í Háskólabíói, stemningin var svo mikil að fólk fór hreinlega upp á svið til að dansa. Það var eins og bíómyndin hefði flætt út í salinn og það er nákvæmlega sú orka sem við í Hr. Eydís viljum fá fram þegar við flytjum þessi frábæru ´80s lög á tónleikunum okkar,“ segir Örlygur Smári, söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.
Hr. Eydís stendur fyrir stórum viðburðum á næstunni:
Aktóberfest (októberfest) í Vífilfell port, Akureyri – 11. október
ALVÖRU ´80s JÓLAPARTÝ á Græna hattinum – 22. nóvember
ALVÖRU ´80s JÓLAPARTÝ á Sviðinu, Selfossi – 6. desember

