Hvað er undir yfirborðinu í Skálholti?

Mynd/Skálholt

Það er menningarlaugardagur í Skálholti á laugardaginn, þann 24. maí, en þá verður fyrirlestur í fyrirlestrarsal Skálholtsskóla kl. 15:00.

Gavin Lucas, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, heldur áhugaverðan fyrirlestur „Undir yfirborðinu“ um fornleifarannsóknir í Skálholti á árunum 2002–2007.

Hann fer yfir helstu niðurstöður og hvað þær segja okkur um daglegt líf á 17. og 18. öld á einum mikilvægasta sögustað landsins. Þarna gefst frábært tækifæri til að kynnast fortíðinni þar sem hún lifir enn.

Fyrirlesturinn er á ensku, ókeypis aðgangur og öllum opið. Að loknum fyrirlestri verður Hvönn veitingastaður opinn með tilboði á súpu og brauði.

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Fyrri greinÁrborg kom til baka og jafnaði
Næsta greinKári Stefánsson ráðlagði mér að lyfta þungu