Hugljúfir styrktartónleikar í Eldhúsinu

Ylja. Ljósmynd/Edda Schram

Fimmtudagskvöldið 21. nóvember næstkomandi ætla söngfuglarnir í Ylju að ylja Sunnlendingum um hjartarætur með hugljúfum tónum í veitingastaðnum Eldhúsinu við Tryggvagötu á Selfossi.

Tónleikar þessir eru til styrktar Gígju Ingvarsdóttur á Selfossi, sem berst hetjulega við krabbamein.

Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 en húsið opnar klukkan 19:30. Til sölu verður kaffi, te og heitt kakó ásamt sætum bita. Miðinn kostar 3.000 kr og 2.000 kr fyrir 12 ára og yngri. Aðgangseyrir og veitingasala renna óskert til Gígju og fjölskyldu.

Miðasala verður í Eldhúsinu í dag, þriðjudaginn 19.nóvember frá kl. 17:00-18:30. Enginn posi verður á staðnum. Vakin er athygli á því að sætafjöldi er takmarkaður, þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fyrri greinRúta fór útaf í snarvitlausu veðri undir Eyjafjöllum
Næsta greinSveitarfélagið Árborg fær jafnlaunavottun