Hugleiðingar Vilborgar í Risinu

Vilborg Halldórsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Laugardaginn 11. desember kl. 13 til 15 ætlar ætlar Vilborg Halldórsdóttir að vera í Risinu í gamla mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss. Þar ætlar hún að lesa upp úr bókinni sinni Hugleiðingar Vilborgar.

Hugleiðingar Vilborgar urðu til í flæði síðasta vetrar, spegla þann tíma en líka hvern dag nú. Við kynntumst þessum hugleiðingum í gegnum þáttinn Heima með Helga og vöktu áhuga margra fyrir ljóðalestri og ljóðaflutningi og mikilvægi ljóðsins í samtínaum.

Þessi bók er samvinna Vilborgar við myndlistarkonuna Kristínu Þorkelsdóttur og grafíska hönnuðinn Gunnhildi Ýrr Gunnarsdóttur.

Fyrri greinJólasýningin ómissandi á aðventunni
Næsta greinBarbára komin heim