Hugarflug á sunnudaginn

Ljósmynd/Aðsend

Leikfélag Selfoss sýnir Hugarflug sunnudaginn 19. október kl. 18:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún.

Hugarflug er blönduð dagskrá sem hópur áhugasamra leikrara hefur unnið að undanfarnar þrjár vikur. Í ár eru tuttugu ár frá því Hugarflug var fyrst haldið hjá Leikfélagi Selfoss. Á dagskránni kennir ýmissa grasa, nokkur stuttverk af fjölbreyttum toga, einleikir, söngur og almennt gaman.

Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða, enginn aðgangseyrir og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Húsið opnar kl. 17:30. Lengd sýningar verður rúmlega klukkutími. Dagskráin er hluti af menningarmánuðinum október í Árborg. Hægt er að kynna sér Hugarflug betur á Facebookviðburðinum Hugarflug Leikfélags Selfoss.

Fyrri greinMeintur brennuvargur handtekinn
Næsta greinFramúrskarandi starf í Hveragerði