Hrútavinir í hafragraut

Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, bauð í morgun Öldungaráði Hrútavinafélagsins Örvars í hafragraut með öllu tilheyrandi sem fram er borinn fyrir skólabörnin kl. 9 á hverjum morgni.

Er þetta boð framhald heimsóknar Magnúsar í Öldungaráðið um páskana. Hrútavinafélagið Örvar er eins og flestir vita samansafn Vestfirðinga og Sunnlendinga með athafnaást til mannlífs- og menningarlegra tilburða með ýmsum hætti. Magnús skólastjóri fellur vela að hópi Hrútavina eftir 10 ára búsetu á vestur Ísafirði sem og á Suðurlandinu bæði á Selfossi og Höfn í Hornafirði.

Morgunstundin með hafragrautinn í nýja barnaskólanum á Stokkseyri var sérlega ánæguleg og féll heimsókn Öldungaráðsins vela að ungviðinu efnilega á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Magnús skólastjóri fór síðan með gestina um skólann og gerði grein fyrir starfinu og framtíðarsýn í skólamálunum. Öldungaráðið færði skólanum Knarrarósvita í kerti eftir líkani Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara á Stokkseyri sem var nemandi skólans og síðar handmenntakennari í áratugi.

Að lokinni þessari morgunstund var komið saman til reglubundins fundar í Öldungaráðinu í Shell-Skálanum á Stokkseyri.

Fyrri greinSögubók Umf. Þórs orðin hnausþykk
Næsta greinTapsár KR-ingur grýtti bíl