Hrossaveisla og skemmtikvöld í Hvítahúsinu

Frá hrossaveislunni í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Að kvöldi síðasta vetrardags, þann 23. apríl næstkomandi klukkan 19, blása Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi og Hvítahúsið til hrossaveislu og skemmtikvölds í Hvítahúsinu.

Allur ágóði af kvöldinu rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu en í fyrra söfnuðust um 400 þúsund krónur á þessum sama viðburði og munar um minna þegar félag er rekið með frjálsum framlögum og styrkjum. Krabbameinsfélag Árnessýslu veitir mikla og góða þjónustu til félagsmanna sinna sem þurfa á margvíslegum stuðningi að halda.

Meðal þeirra sem fram koma á skemmtikvöldinu eru gleðigjafinn Hermann Árnason og söngparið Guðný Lára Gunnarsdóttir og Stefán Örn Viðarsson. Einnig verða boðnar upp myndir frá Krabbameinsfélaginu. Veislustjóri er Sölvi Hilmarsson, kokkur og grínisti.

Á boðstólum verða hrossabjúgu og saltað hrossakjöt með tilheyrandi meðlæti.

Miðasala hefst í dag, mánudaginn 14. apríl á hvita.is og í Mömmumat en miðaverð er 5.900 krónur. Takið kvöldið frá, kveðjum veturinn með stæl og styrkjum gott málefni í leiðinni.

Frá hrossaveislunni í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinGarðlist bauð lægst í sláttinn við ströndina
Næsta greinUmhverfisvernd