Hrönn opnar sýningu í Listagjánni

Hrönn Traustadóttir opnar í dag kl. 16:00 sýningu í Listagjá Bókasafns Árborgar á Selfossi.

Hrönn lærði listasögu í Heidelberg og fata-og trend hönnun í Milano. Hún er framhaldsskólakennari í Tækniskólanum og fræðslufulltrúi í Listasafni Árnesinga. Fjölskyldan flutti fyrir fjórum árum á Selfoss.

Hrönn hannar prjónaflíkur undir nafninu Knit Ice og er með vinnustofu á Selfossi sem heitir Selið hönnunarstúdíó. Þar hefur hún haldið námskeið og listasmiðjur sem og annarsstaðar á landinu.

Auk þess að sauma og prjóna gerir Hrönn myndir í tölvu, málar í akrýl og gerir verk úr endurunnum efnum sem á þann hátt öðlast nýtt líf.

Fyrri greinSelfoss lagði ÍR á Ragnarsmótinu
Næsta greinGrímsævintýri á laugardag