Hreppamenn halda hagyrðingakvöld

Karlakór Hreppamanna. Ljósmynd/Karlakór Hreppamanna

Karlakór Hreppamanna stendur fyrir hagyrðingakvöldi í félagsheimili Hrunamanna laugardagskvöldið 16. mars næstkomandi. Húsið opnar 19:30 og samkoman hefst kl. 20.

Þeir hagyrðingar sem boðað hafa komu sína eru Jóhannes Sigfússson frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Pétur Pétursson læknir á Akureyri, Magnús Halldórsson vélsmiður og sundlaugarvörður á Hvolsvelli og Gylfi Þorkelsson framhaldsskólakennari á Laugarvatni. Stjórnandi kvöldsins verður Árni Geirhjörtur, Akureyri.

Að sjálfsögðu mun kórinn taka nokkur lög og fyrir áhugasama má geta þess að barinn verður opinn.

Miðaverð er 4.000 krónur og fer miðasala fram við hurð. Ekki láta þessa skemmtun framhjá þér fara!

Fyrri greinMAST sektar bú á Suðurlandi vegna hirðuleysis
Næsta greinSamið um starfslok eftir rasísk ummæli kennara