Föstudaginn 31. október klukkan 20:00 bjóða Jón Bjarnason, organisti og Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, upp á hrekkjavökutónleika í Skálholtsdómkirkju.
Orgelið verður þanið með „hræðilegum“ lögum í tilefni dagsins. Jón ætlar að spila óhugnaleg lög, eða lög sem tengja má við hrekkjavöku. Þar má nefna Tokkötu og fúgu Bachs í d-moll, This is Halloween úr Nightmare Before Christmas, stefið úr Addam’s Family og margt fleira í þeim dúr… eða moll.
Einsöngvari á tónleikunum verður Alexandra Chernyshova sem syngur meðal annars Vocalisu eftir Sergei Rachmaninoff. Jafnvel má búast við því að óperudraugurinn láti sjá sig.
Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og býður tónleikagestum sérstakt tilboð á hamborgara og köldum á krana.
Miðaverð er 2.000 krónur, miðasala við innganginn og hér á tix.is.
UPPFÆRT: Tónleikarnir hafa verið færðir til laugardags, klukkan 20, vegna veðurs.

