Hrafnhildur segir frá lífi og starfi Nínu

Nína Sæmundsen.

Næsta Gleðistund sumarsins í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð verður laugardaginn 17. júlí kl. 15.00 en þá mun Hrafnhildur Schram, listfræðingur, segja frá lífi og starfi Nínu Sæmundsson, myndhöggvara. Hrafnhildur ritaði ævisögu Nínu sem Crymogea gaf út árið 2015.

Nína fæddist í Nikulásahúsum, skammt austan við Hlíðarenda í Fljótshlíð, árið 1892. Þar er nú Nínulundur til minningar um hana, fyrstu íslensku konuna sem helgaði sig höggmyndalist.

Á liðnum vetri veitti ríkisstjórn Íslands félaginu Afrekshugur fjórar milljónir króna í styrk til að láta gera afsteypu af verki Nínu Afrekshugur, Spirit of Achievement, táknmynd Waldorf Astoria hótelsins í New York síðan 1931. Verður afsteypan reist á Hvolsvelli.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga styðja Gleðistundirnar í Hlöðunni að Kvoslæk.

Fyrri greinBrýna fyrir hestamönnum að sýna ábyrgð í ferðum sínum
Næsta greinSelfoss tapaði nýliðaslagnum